Iceland Express skuldar Isavia verulegar upphæðir vegna lendingagjalda, segir Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi í samtali við Vísi. Hann segist ekki vera með nákvæma tölu á reiðum höndum, en samkvæmt heimildum Vísis er þar um að ræða tugi milljóna króna.
Eins og fram kom á Vísi í morgun kyrrsetti Isavia Airbus A-320 flugvél tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines, sem var í þjónustu Iceland Express, vegna ógreiddra lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli. Iceland Express er ekki flugrekandi en endanleg ábyrgð á greiðslu lendingargjalda hvílir á flugrekanda viðkomandi flugvélar sem í þessu tilviki er tékkneska flugfélagið í samræmi við lög um loftferðir. Víkurfréttir segja að flugvélin verði um kyrrt á Keflavíkurflugveli þar til viðeigandi greiðslur hafa verð inntar af hendi.
Eins og kunnugt er tók WOW yfir rekstur Iceland Express í gær.
Iceland Express skuldar Isavia verulega upphæð
