Færeyingar bíða fregna af borpallinum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2012 12:45 Borpallurinn Cosl Pioneer. Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. Það þykir þó eðlilegt þar sem venjan er í olíuheiminum að greina ekki frá árangri fyrr en borun er lokið. Við upphaf borana í sumar sagði færeyski netmiðillinn oljan.fo að það yrði í október eða nóvember „sem við vitum hvort Statoil finnur arðbæra olíulind og leggur grunninn að færeyska olíuævintýrinu," eins og sagði í fréttinni. Í Færeyjum reyna menn þó að halda niðri væntingum, minnugir þess að þetta er áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessa einungis skilað óverulegu magni af gasi. Þá hefur verið haft eftir sérfræðingum að líkurnar á að Færeyingar detti nú í lukkupottinn séu taldar einn á móti fimm. Hitti borinn á annað borð á olíulind er hins vegar talið að það gæti orðið mjög stór olíufundur og hagnaðurinn mikill, sem myndi umbylta færeysku samfélagi. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en bora átti undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Sérfræðingur Olíustofnunar Noregs hefur lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum, vegna svipaðra jarðlaga. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að bíða spenntir eftir niðurstöðunum. Ekki aðeins gætu þær aukið áhuga á olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum eins og Íslandi. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Færeyingar bíða nú spenntir fregna af dýrustu og viðamestu olíuborun á landgrunni Færeyja til þessa. Það var þann 17. júní í sumar sem kínverski borpallurinn Cosl Pioneer hóf að bora allt að fimm kílómetra djúpa holu og þá var tilkynnt að borunin tæki 4-5 mánuði. Olíufélögin sem standa að þessari 20 milljarða króna borun hafa, enn sem komið er, ekkert sagt frá gangi mála. Það þykir þó eðlilegt þar sem venjan er í olíuheiminum að greina ekki frá árangri fyrr en borun er lokið. Við upphaf borana í sumar sagði færeyski netmiðillinn oljan.fo að það yrði í október eða nóvember „sem við vitum hvort Statoil finnur arðbæra olíulind og leggur grunninn að færeyska olíuævintýrinu," eins og sagði í fréttinni. Í Færeyjum reyna menn þó að halda niðri væntingum, minnugir þess að þetta er áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessa einungis skilað óverulegu magni af gasi. Þá hefur verið haft eftir sérfræðingum að líkurnar á að Færeyingar detti nú í lukkupottinn séu taldar einn á móti fimm. Hitti borinn á annað borð á olíulind er hins vegar talið að það gæti orðið mjög stór olíufundur og hagnaðurinn mikill, sem myndi umbylta færeysku samfélagi. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en bora átti undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Sérfræðingur Olíustofnunar Noregs hefur lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum, vegna svipaðra jarðlaga. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að bíða spenntir eftir niðurstöðunum. Ekki aðeins gætu þær aukið áhuga á olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum eins og Íslandi.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur