Innlent

Stjórnlaus bíll lagði af stað

BBI skrifar
Fólksbíll lagði stjórnlaus af stað niður brekku með farþega í aftursætinu eftir að ökumaður hafði stigið út úr honum. Bíllinn er talsvert skemmdur eftir ferðalagið að sögn lögreglunnar á Húsavík.

Ökumaður hafði stöðvað bílinn í miklum halla og sett hann í handbremsu. Svo virðist sem handbremsan hafi ekki haldið nægilega vel við því bíllinn lagði skyndilega af stað niður brekkuna. Ökumaðurinn brást þá við með því að kasta sér út úr bílnum sem hélt áfram með farþegann innanborðs og rann eina 150 metra áður en hann staðnæmdist ofan í læk.

Þar sem bíllinn stöðvaðist upphaflega var mikill halli og því endaði bíllinn salíbununa með því að taka eina veltu áður en hann endaði þar sem hann er á myndinni hér að ofan.

Bæði farþegi og ökumaður eru nokkuð lemstraðir en ekki alvarlega slasaðir. Bíllinn er hins vegar mikið laskaður og enn hefur ekki tekist að ná honum upp úr læknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×