Viðskipti innlent

Gistináttagjaldið verður hækkað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Oddný Harðardóttir kynnir fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi.
Oddný Harðardóttir kynnir fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi. mynd/ gva.
Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári.Þessari hækkun hefur verið mótmælt harðlega síðustu vikurnar, bæði meðal innlendra og erlendra hagsmunaaðila. Tom Jenkins, framkvæmdastjóri Samtaka evrópskra ferðaskrifstofa, sagði í samtali við fréttastofu í gærkvöldi að þreföldun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni setji viðskipti fyrirtækja við Ísland í algjört uppnám.Jenkins segir að hækkunin sé yfirgengileg og þess eðils að nauðsynlegt hefði verið að gefa fyrirtækjum nokkura ára aðlögunartíma en ekki skella henni á með örskömmum fyrirvara.Í fjárlagafrumvarpinu segir aftur á móti að þjónusta hótela og gistihúsa hafi verið í neðra skattþrepi virðisaukaskatts frá árinu 1994. Samanburður við skattlagningu á ferðamenn og ferðaþjónustu almennt í nágrannalöndunum bendi til þess að hérlendis séu opinber gjöld lág og greininni búin hagstæð umgjörð og sterk samkeppnisstaða af hálfu stjórnvalda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.