Moody´s heldur lánshæfiseinkunn FIH bankans í ruslflokki 12. september 2012 06:49 Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokki. Slíkt eykur ekki líkurnar á að Seðlabanki Íslands endurheimti það sem eftir stendur af sölunni á FIH fyrir tveimur árum síðan. Eins og oft hefur komið fram seldi Seðlabankinn FIH bankann árið 2010 fyrir 5 milljarða danskra króna. Seðlabankinn fékk FIH bankann í hendur sem veð fyrir neyðarláni til Kaupþings korteri áður en Kaupþing fór í þrot haustið 2008. Tæpir 2 milljarðar danskra króna af verðinu voru staðgreiddir en afgangurinn var seljendalán sem er háð gengi FIH bankans til ársloka 2014. Það er skemmst frá því að segja að gengi FIH hefur verið afleitt síðan og er bankinn þegar búinn að afskrifa um 70% af seljendaláninu miðað við ársreikning sinn fyrir árið í fyrra. Í áliti Moody´s segir að þótt FIH bankanum hafi tekist að koma yfir 12 milljörðum danskra króna af fasteignalánum úr sínu bókhaldi og yfir í Bankasýslu Danmerkur séu útlitið ennþá dökkt fyrir bankann. Bjarne Graven bankastjóri FIH segir í samtali við börsen að Moody´s líti almennt neikvæðum augum á danska bankakerfið. Í því sambandi sjái Moody´s aðeins holurnar í ostinum. Graven segir að hlutverk stjórnar bankans sé nú að sýna að hann sé á réttri braut.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira