Innlent

HR heiðrar afburðanemendur

mynd/HR
Háskólinn í Reykjavík heiðraði í dag 94 afburðanemendur. Alls fengu 56 nemendur styrk af forsetalista skólans en það eru þeir nemendur sem skarað hafa fram úr í hverri deild skólans.

Þá hlutu 29 nemendur nýnemastyrk í grunnnámi og þrír nemendur í frumgreinanámi fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Allir þessir nemendur fá skólagjöld einnar annar niðurfelld.

Fimm nemendum var veitt viðurkenning að upphæða 400 þúsund krónur úr Frumkvöðlasjóði Guðfinnu S. Bjarnadóttur en þeim sjóði er ætlað að verðlauna þá nemendur HR sem leggja fram bestu viðskiptaáætlun í verkefnum innan skólans á ári hverju.

Þá veitti Bókaútgáfan Codex hvatningarverðlaun til þess nemenda á fyrsta ári í lögfræði sem hefur hæstu meðaleinkunn. Það var Árni Þórólfur Árnason sem hlaut verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×