Ævintýralegt ár hjá minkabændum, seldu fyrir 1,5 milljarð 17. september 2012 10:48 Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að þeir séu eiginlega orðlausir yfir velgengni sinni á söluárinu enda hafi verð á minkaskinnum stöðugt hækkað á undanförnum tveimur árum. Söluárið stendur frá desember og fram í september og er um fimm uppboð að ræða á því tímabili. Á þessu ári hafa verið seld um 150.000 íslensk minkaskinn hjá Kopenhagen Fur og hefur meðalverð þeirra verið um 10.000 krónur. Því hefur verið selt fyrir hálfan annan milljarð króna af íslenskum skinnum á árinu. Af þeirri upphæð eru rúmlega 40% hreinn hagnaður bændanna og þar sem þeir eru aðeins 26 talsins er meðaltalsbúið með um 23 milljónir króna í hreinan hagnað eftir árið. Björn segir að þetta skýrist einkum af því að íslensku bændurnir eru með bestu samkeppnisstöðuna í heiminum á þessum markaði, það er mesta bilið á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs. Björn á þó ekki von á að hið háa verð á minkaskinnum haldist til lengdar. Hann telur að það muni lækka eitthvað á desemberuppboðinu sem markar upphaf næsta söluárs. Á vefsíðu börsen segir að árið hafi verið metár fyrir danska minkabændur en þeir seldu skinn hjá Kopenhagen Fur fyrir um 10,5 milljarða danskra kr. eða um 223 milljarða króna. Meðalverð á skinnum þeirra var rúmlega 500 danskar kr. og hækkaði um rúmlega 100 danskar kr. frá fyrra ári. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Íslenskir minkabændur hafa selt skinn hjá uppboðsfyrirtækinu Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn fyrir um 1,5 milljarða króna á söluárinu sem lauk nú í september. Þetta þýðir að hver minkabóndi hefur haft að jafnaði yfir 23 milljónir króna í hreinn hagnað af búi sínu. Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir að þeir séu eiginlega orðlausir yfir velgengni sinni á söluárinu enda hafi verð á minkaskinnum stöðugt hækkað á undanförnum tveimur árum. Söluárið stendur frá desember og fram í september og er um fimm uppboð að ræða á því tímabili. Á þessu ári hafa verið seld um 150.000 íslensk minkaskinn hjá Kopenhagen Fur og hefur meðalverð þeirra verið um 10.000 krónur. Því hefur verið selt fyrir hálfan annan milljarð króna af íslenskum skinnum á árinu. Af þeirri upphæð eru rúmlega 40% hreinn hagnaður bændanna og þar sem þeir eru aðeins 26 talsins er meðaltalsbúið með um 23 milljónir króna í hreinan hagnað eftir árið. Björn segir að þetta skýrist einkum af því að íslensku bændurnir eru með bestu samkeppnisstöðuna í heiminum á þessum markaði, það er mesta bilið á milli framleiðslukostnaðar og söluverðs. Björn á þó ekki von á að hið háa verð á minkaskinnum haldist til lengdar. Hann telur að það muni lækka eitthvað á desemberuppboðinu sem markar upphaf næsta söluárs. Á vefsíðu börsen segir að árið hafi verið metár fyrir danska minkabændur en þeir seldu skinn hjá Kopenhagen Fur fyrir um 10,5 milljarða danskra kr. eða um 223 milljarða króna. Meðalverð á skinnum þeirra var rúmlega 500 danskar kr. og hækkaði um rúmlega 100 danskar kr. frá fyrra ári.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira