„Þetta er tilfinning okkar," segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Samkvæmt mælingum Þjóðskrár hefur verð á leiguhúsnæði í borginni hækkað um 7% í sumar og 11% á einu ári. Eftirspurnin er mikil en leigumarkaðurinn skreppur aftur á móti saman.
Rebekka segir skiljanlegt að fólk kjósi að leigja íbúðir sínar til erlendra ferðamanna. Í flestum tilvikum fást margfalt hærri upphæðir fyrir leigu til ferðamanna. Í mörgum tilvikum gefi leigusalar tekjurnar ekki upp til skatts og sneiði jafnframt hjá margs konar kostnaði sem fyrirtækjum í ferðaþjónustu ber að greiða.

„Þannig að þetta ætti ekkert að koma á óvart," segir Rebekka sem telur að besta leiðin til að ráða bót á vandamálinu felist í að stjórnvöld hlúi að leigumarkaðnum með markvissum hætt.
Eftir að húsnæði hafði verið úthlutað hjá Félagsstofnun stúdenta í haust voru 1018 eftir á biðlista. Biðlistarnir hafa verið að lengjast jafnt og þétt undanfarin ár. Nú standa yfir framkvæmdir við 299 nýjar stúdentaíbúðir á háskólalóðinni. Þær verða allar teknar í notkun á næsta ári