Seðlabanki Evrópu ætlar að láta til sín taka Magnús Halldórsson skrifar 6. september 2012 14:18 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Seðlabanki Evrópu hyggst reyna allt hvað hann getur til þess að örva efnahagslíf álfunnar, draga úr atvinnuleysi og snúa vörn í sókn. Fyrst og fremst er horft til þess að Seðlabankinn kaupi ríkisskuldabréf skuldugra ríkja álfunnar, sem glíma við hátt vaxtaálag á skuldir sínar á markaði. Þetta háa álag, einkum á þjóðir Suður-Evrópu, gerir ríkissjóðum landanna erfitt um vik við endurfjármögnun skulda. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, greindi frá því að dag að bankinn myndi láta til sín taka á markaði ef þörf væri á. Sérfræðingar bankans telja að hagvöxtur í Evrópu verði neikvæður um 0,4 prósent á þessu ári en verði jákvæður um 0,5 prósent á næsta ári. Stýrivöxtum bankans, upp á 0,75 prósent, var haldið óbreyttum að ákvörðunin var kynnt í morgun á vaxtaákvörðunarfundi bankans. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 2,6 prósent á næsta ári, en verðbólgumarkmið bankans er tvö prósent. Atvinnuleysi í Evrópu er hátt, en að meðaltali mælist það 11,3 prósent samkvæmt mælingum hagstofu Evrópu, Eurostat. Það hefur verið að aukast undanfarnar vikur og mánuði, ekki síst í Grikklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, en þessi ríki glími öll við mikinn slaga í hagkerfum sínum og mikið atvinnuleysi. Það mælist nú tæplega 25 prósent í Grikklandi og á Spáni. Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC, um þessi mál, hér.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira