Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum 30. ágúst 2012 16:06 Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns. Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis, að því er segir í tilkynningu. Með þessum kaupum eykur Síldarvinnslan aflaheimildir sínar í bolfiski umtalsvert. „Eftir þessi kaup hefur SVN yfir fjórum skipum að ráða til bolfiskveiða en ljóst er að þeim verður fækkað um eitt í hagræðingarskyni. Þá mun reksturinn allur verða endurskipulagður en stefnt er að því að gera bæði út frá Vestmanneyjum og Neskaupstað. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru í Neskaupstað, þar sem rekin er fiskimjölsverksmiðja og öflugt fiskiðjuver. Fyrirtækið rekur einnig fiskimjölsverksmiðjur á Seyðisfirði og í Helguvík. Þá tekur SVN þátt í rekstri fóðurverksmiðju á Akureyri og tengist útgerð á Akranesi." Aflaheimildir sem Bergur-Huginn hefur yfir að ráða nema um 5.000 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heimildirnar eru eingöngu bolfiskur. Samanlagðar aflaheimildir beggja félaganna nema um 10.000 þorskígildistonnum í bolfiski. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu félagsins í bolfiski. „Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu okkar í bolfiski sem við teljum vera rökrétt skref fyrir Síldarvinnsluna. Við skjótum þar með styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Við þessi kaup tökum við yfir umtalsverðar skuldir en með hagræðingu teljum við að þær verði viðráðanlegar. Við munum nota þetta tækifæri til að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að tryggja að útgerðin geti áfram skilað hagnaði. Bergur-Huginn verður rekið sem sjálfstætt félag. Við munum nota næstu mánuði til að skipuleggja þær breytingar sem ráðast þarf í og reyna að ljúka því verki ekki síðar en um áramótin. Öll óvissa í þessum efnum er óþægileg, ekki síst fyrir starfsfólkið og því mikilvægt að henni ljúki svo fljótt sem kostur er. Síldarvinnslan er sterkt félag sem ætlar sér að vera áfram í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum kaupum tökumst við á hendur miklar skuldbindingar. Það gerum við í trausti þess að stjórnvöld á hverjum tíma muni bera gæfu til að standa vörð um heilbrigt starfsumhverfi í sjávarútvegi." Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Bergur-Huginn gerir út tvo nýlega togara, Bergey VE-544 og Vestmannaey VE-444. Bæði skipin eru 29 metra löng og voru smíðuð fyrir útgerðina í Póllandi á árunum 2006 og 2007. Hjá félaginu starfa 35 manns. Bergur-Huginn rekur ekki landvinnslu og hefur stærsti hluti aflans farið á markað erlendis, að því er segir í tilkynningu. Með þessum kaupum eykur Síldarvinnslan aflaheimildir sínar í bolfiski umtalsvert. „Eftir þessi kaup hefur SVN yfir fjórum skipum að ráða til bolfiskveiða en ljóst er að þeim verður fækkað um eitt í hagræðingarskyni. Þá mun reksturinn allur verða endurskipulagður en stefnt er að því að gera bæði út frá Vestmanneyjum og Neskaupstað. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru í Neskaupstað, þar sem rekin er fiskimjölsverksmiðja og öflugt fiskiðjuver. Fyrirtækið rekur einnig fiskimjölsverksmiðjur á Seyðisfirði og í Helguvík. Þá tekur SVN þátt í rekstri fóðurverksmiðju á Akureyri og tengist útgerð á Akranesi." Aflaheimildir sem Bergur-Huginn hefur yfir að ráða nema um 5.000 þorskígildistonnum á yfirstandandi fiskveiðiári. Heimildirnar eru eingöngu bolfiskur. Samanlagðar aflaheimildir beggja félaganna nema um 10.000 þorskígildistonnum í bolfiski. Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. segir í tilkynningu að kaupin styrki stöðu félagsins í bolfiski. „Með þessum kaupum erum við að styrkja stöðu okkar í bolfiski sem við teljum vera rökrétt skref fyrir Síldarvinnsluna. Við skjótum þar með styrkari stoðum undir rekstur félagsins. Við þessi kaup tökum við yfir umtalsverðar skuldir en með hagræðingu teljum við að þær verði viðráðanlegar. Við munum nota þetta tækifæri til að endurskipuleggja reksturinn með það að markmiði að tryggja að útgerðin geti áfram skilað hagnaði. Bergur-Huginn verður rekið sem sjálfstætt félag. Við munum nota næstu mánuði til að skipuleggja þær breytingar sem ráðast þarf í og reyna að ljúka því verki ekki síðar en um áramótin. Öll óvissa í þessum efnum er óþægileg, ekki síst fyrir starfsfólkið og því mikilvægt að henni ljúki svo fljótt sem kostur er. Síldarvinnslan er sterkt félag sem ætlar sér að vera áfram í íslenskum sjávarútvegi. Með þessum kaupum tökumst við á hendur miklar skuldbindingar. Það gerum við í trausti þess að stjórnvöld á hverjum tíma muni bera gæfu til að standa vörð um heilbrigt starfsumhverfi í sjávarútvegi."
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Kröfur í þrotabú WOW air nema 138 milljörðum króna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira