Alvarlegt að skuldarar fái ekki að hafa samráð BBI skrifar 25. ágúst 2012 11:55 Á meðan fjármálafyrirtæki fá að hafa víðtækt samráð um hvernig rétt sé að beita sér í gengislánamálunum fá skuldarar ekki að ráðfæra sig hver við annan. Þetta er áhyggjuefni að mati Samtaka lánþega og getur skilað sér í að málin séu illa unnin og niðurstöðurnar rangar. Prófmálin ellefu í gengislánamálunum verða flest þingfest nú í haust og munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu. Þó að Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fagni því að allir leggist á eitt til að fá endanlega lausn á málin hefur hann áhyggjur af því að hraðinn á málunum geti bitnað á málatilbúnaði skuldaranna. Honum finnst einnig alvarlegt að fjármálafyrirtæki landsins fái að hafa samráð um hvernig best er að beita sér í málunum meðan skuldararnir hafi ekki einu sinni fengið að vita hverjir eru aðilar að öllum málunum. „Fjármálafyrirtækin hafa haft mörg ár til að liggja yfir þessum málum með sínar lögfræðideildir á meðan við sem skuldarar erum allir búnir að vera í sitthvoru horninu með sitthvor málin og ekkert samráð," segir Guðmundur. Á meðan fjármálafyrirtækin fá tækifæri til að samstilla kröfugerð sína situr hver skuldari einn í sínu horni. „Og við getum átt það á hættu að sum mál sem eiga að svara mikilvægum spurningum verði illa unnin af hálfu skuldaranna," segir hann. Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að endanleg niðurstaða í málin geti verið komin innan fárra mánaða vegna flýtimeðferðarinnar. Guðmundur er ekki svo bjartsýnn. Hann telur að grundvallarspurning í málunum verði hvort heimilt sé að breyta vöxtunum á gengislánum afturvirkt. Svör Hæstaréttar hafa verið misvísandi og því sé þörf á skýrari niðurstöðu. „Það er sú spurning sem þarf að senda til EFTA og fá skýrt svar þar. Á meðan við erum ekki komnir með svar við því hvort það megi breyta vöxtum á lánunum þá er ekkert hægt að svara spurningunni á hvaða lánum má breyta vöxtum. Þannig að meðan þeirri spurningu er svarað þá liggja öll mál stopp," segir Guðmundur. Því telur hann blasa við að endanleg niðurstaða í málunum muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir 1-2 ár þegar EFTA hefur komist að sinni niðurstöðu. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Á meðan fjármálafyrirtæki fá að hafa víðtækt samráð um hvernig rétt sé að beita sér í gengislánamálunum fá skuldarar ekki að ráðfæra sig hver við annan. Þetta er áhyggjuefni að mati Samtaka lánþega og getur skilað sér í að málin séu illa unnin og niðurstöðurnar rangar. Prófmálin ellefu í gengislánamálunum verða flest þingfest nú í haust og munu fá flýtimeðferð í dómskerfinu. Þó að Guðmundur Andri Skúlason, formaður Samtaka lánþega, fagni því að allir leggist á eitt til að fá endanlega lausn á málin hefur hann áhyggjur af því að hraðinn á málunum geti bitnað á málatilbúnaði skuldaranna. Honum finnst einnig alvarlegt að fjármálafyrirtæki landsins fái að hafa samráð um hvernig best er að beita sér í málunum meðan skuldararnir hafi ekki einu sinni fengið að vita hverjir eru aðilar að öllum málunum. „Fjármálafyrirtækin hafa haft mörg ár til að liggja yfir þessum málum með sínar lögfræðideildir á meðan við sem skuldarar erum allir búnir að vera í sitthvoru horninu með sitthvor málin og ekkert samráð," segir Guðmundur. Á meðan fjármálafyrirtækin fá tækifæri til að samstilla kröfugerð sína situr hver skuldari einn í sínu horni. „Og við getum átt það á hættu að sum mál sem eiga að svara mikilvægum spurningum verði illa unnin af hálfu skuldaranna," segir hann. Í fréttum að undanförnu hefur komið fram að endanleg niðurstaða í málin geti verið komin innan fárra mánaða vegna flýtimeðferðarinnar. Guðmundur er ekki svo bjartsýnn. Hann telur að grundvallarspurning í málunum verði hvort heimilt sé að breyta vöxtunum á gengislánum afturvirkt. Svör Hæstaréttar hafa verið misvísandi og því sé þörf á skýrari niðurstöðu. „Það er sú spurning sem þarf að senda til EFTA og fá skýrt svar þar. Á meðan við erum ekki komnir með svar við því hvort það megi breyta vöxtum á lánunum þá er ekkert hægt að svara spurningunni á hvaða lánum má breyta vöxtum. Þannig að meðan þeirri spurningu er svarað þá liggja öll mál stopp," segir Guðmundur. Því telur hann blasa við að endanleg niðurstaða í málunum muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir 1-2 ár þegar EFTA hefur komist að sinni niðurstöðu.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira