Innlent

Þýskir ferðamenn í vandræðum

Fimm þýskir ferðamenn komust í hann krappann seint í gærkvöldi þegar tveir stórir fjallatrukkar þeirra festust í sandbleytu út í miðri þverárkvísl, sem rennur úr Hofsjökli, og kölluðu eftir hjálp.

Landsbjörg sendi 25 manna lið á sex fjallabílum til aðstoðar, enda mikið rennsli í jökulám þessa dagana vegna hlýinda.

Þeim tókst að ná trukkunum upp, við mjög erfiðar aðstæður, og koma þeim niður á Kjalveg undir morgun, en þaðan var för Þjóðverjanna upphaflega heitið áleiðis að Ingólfsskála við Hofsjökul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×