Innlent

Vill lokka listamenn til Ísafjarðar

BBI skrifar
Ísafjörður.
Ísafjörður. Mynd/Rósa Jóhannsdóttir
Forsvarsmaður Listakaupstaðar á Ísafirði segir að um þessar mundir sé laus aðstaða í Listakaupstað sem er vinnustofa á Ísafirði þar sem listamenn geta fengið aðstöðu og rými til að skapa list. Hún hvetur fólk til að sækja um og segir að fljótlega verði farið að auglýsa eftir listamönnum.

Matthildur Helgadóttir, einn af forsvarsmönnum Listakaupstaðar á Ísafirði, segir að ýmiss konar listamenn geti sótt um aðstöðu í Listakaupstað og reynt sé að koma til móts við alla. „Sumir þurfa skrifborð en aðrir þurfa meira. Við erum bæði með herbergi og stærri sali," segir hún í samtali við Bæjarins Besta á Ísafirði.

Nú er m.a. laus gestavinnustofan svonefnda, sem er sérstaklega hugsuð fyrir aðkomumenn. Matthildur segir að þar sé fallegt útsýni og hvetur utanbæjarfólk eindregið til að sækja um.

Listakaupstaður er staðsettur í Norðurtangahúsinu á Ísafirði, sem var frystihús í lengri tíma. Húsinu var formlega breytt í listasmiðju í lok árs 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×