Innlent

Annþór og Börkur ekki viðstaddir fyrirtökuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson verða ekki viðstaddir fyrirtöku sem fer fram núna klukkan ellefu í Heraðsdómi Reykjaness í líkamsárásarmáli sem höfðað hefur veirð gegn þeim. Þeir eru ákærðir fyrir ítrekuð líkamsárásarbrot á menn víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeir réðust með bareflum á fólk. Alls eru tíu manns ákærðir fyrir aðild að árásunum.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu óskuðu þeir Annþór og Börkur sjálfir eftir því að vera ekki viðstaddir fyrirtökuna í morgun. Þeir Annþór og Börkur eru líka grunaðir um morð á Litla Hrauni en ekki hefur verið gefin út ákæra í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×