Viðskipti innlent

Dorrit borgar skattinn erlendis

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Allar tekjur og eignir forsetafrúarinnar Dorritar eru skattlagðar erlendis. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Hún borgar því ekki íslenskan skatt af eignum sínum, en eignir fjölskyldu hennar hafa verið metnar á tugmilljarða.

Viðskiptablaðið sendi forsetaembættinu fyrirspurn þessa efnis eftir að fjallað var um að forsetahjónin greiddu ekki auðlegðarskatt á Íslandi. Hjón þurfa að greiða skatt af eignum yfir 100 milljónir króna. Forsetahjónin ná ekki því lágmarki innan landsteinanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×