Viðskipti innlent

Kjarnfóðurframleiðendur hækka verðskrána

BBI skrifar
Mynd/Vilhelm
Síðastliðinn mánuð hafa kjarnfóðursframleiðendur hækkað verðlista sína. Verðið er nú hærra en það hefur verið nokkurn tíma áður, miðað við upplýsingar frá Landssambandi kúabænda. Frá árinu 2010 hefur kjarnfóður hækkað í verði um rúm 37%.

Verð á kjarnfóðri í dag er í kringum 85 þúsund krónur fyrir tonnið. Og ekki nóg með það hafi hækkað að undanförnu heldur eru horfur á kornmörkuðum heimsins slæmar. Útlit er fyrir lélega uppskeru á maís í Bandaríkjunum vegna mikilla þurrka. Horfur í Evrópu eru ekki góðar, ýmist sökum of mikillar rigningar eða of lítillar. Því má búast við að verðið hækki enn fremur.

Kjarnfóður er fóðurblanda úr ýmiss konar korni sem notað er í landbúnaði. Á Íslandi er ómögulegt að rækta kjöt án þess að nota kjarnfóður. Því mun hækkandi verð á kjarnfóðri skila sér í heimilisbókhald almennings í formi dýrari landbúnaðarvara.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×