Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast 26. júlí 2012 11:50 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. mynd/AFP Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda." Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda."
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira