Sport

Fær ekki að koma á Ólympíuleikana

Joumaa mun ekki geta fylgst með lyftingakappanum Mohamad Ali í sumar.
Joumaa mun ekki geta fylgst með lyftingakappanum Mohamad Ali í sumar.
Yfirmaður sýrlensku Ólympíunefndarinnar, Mowaffak Joumaa, fær ekki að koma á Ólympíuleikana í sumar en Bretar hafa neitað honum um landvistarleyfi.

Joumaa er nátengdur forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, en forsetinn hefur verið að berja niður mótmæli í landinu og margir fallið í þeim átökum.

Bresk yfirvöld hafa ekki viljað tala um málið. Segjast ekki tjá sig um einstök mál en segjast þó vera í fullum rétti til þess að meina Joumaa um inngöngu í landið.

Joumaa hafði áður verið boðið á leikana af alþjóða Ólympíunefndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×