Það er nú ljóst hvaða kylfingar í karlaflokki spila í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni en átta manna úrslitin fóru fram nú síðdegis.
Mesta spennan var í leik Haraldar Franklíns og Andra Þórs sem fór í bráðabana. Íslandsmeistarinn í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, lenti síðan í hörkuleik gegn Alfreð Brynjari Kristinssyni en hafði betur.
Hlynur Geir og Rúnar Arnórsson unnu síðan nokkuð sannfærandi sigra.
Úrslitin í átta manna úrslitum:
Hlynur Geir Hjartarson GOS vann Guðjón Henning Hilmarsson GKG 3/2.
Rúnar Arnórsson GK vann Tryggvi Pétursson GR 5/3
Haraldur Franklín Magnús GR vann Andri Þór Björnsson GR í bráðabana á 21. holu.
Birgir Leifur Hafþórsson GKG vann Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1/0.
Íslandsmótið í holukeppni: Aðeins fjórir eftir í karlaflokki

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
