Viðskipti innlent

EVE Online væntanlegur til Kína

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær.
Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær. mynd/CCP
Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína.

Samningur fyrirtækjanna gerir ráð fyrir almennri útgáfu EVE Online í Kína seinna á þessu ári.

Þessi sérstaka forútgáfa er liður í að gaumgæfa að öll tæknileg atriði séu í lagi og að netþjónar standist það álag sem almennu útgáfunni mun fylgja.

Kína er einn stærsti tölvuleikjamarkaður heims og netleikir eru þar í mikilli sókn. Samkvæmt skýrslu Price Waterhouse Coopers eru Kína þriðji stærsti markaður veraldar á meðan Bandaríkin trónir á toppnum og Japan í því þriðja.

CCP hefur starfrækt EVE Online í Kína frá árinu 2006 í samvinnu við dreifingaraðilanna Optic Communications og hefur leikurinn vaxið jafnt og þétt síðustu ár.

CCP opnaði starfsstöð í Shanghai árið 2006. Árið 2008 hófst vinna þar við nýjan tölvuleik fyrirtækisins, DUST 514, og nú starfa þar nú um 100 manns við þróun DUST 514, sem einnig er væntanlegur á markað síðar á þessu ári, og kínverska útgáfu EVE Online.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×