Tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína í gær. Útgáfan er liður í samstarfi CCP og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína.
Samningur fyrirtækjanna gerir ráð fyrir almennri útgáfu EVE Online í Kína seinna á þessu ári.
Þessi sérstaka forútgáfa er liður í að gaumgæfa að öll tæknileg atriði séu í lagi og að netþjónar standist það álag sem almennu útgáfunni mun fylgja.
Kína er einn stærsti tölvuleikjamarkaður heims og netleikir eru þar í mikilli sókn. Samkvæmt skýrslu Price Waterhouse Coopers eru Kína þriðji stærsti markaður veraldar á meðan Bandaríkin trónir á toppnum og Japan í því þriðja.
CCP hefur starfrækt EVE Online í Kína frá árinu 2006 í samvinnu við dreifingaraðilanna Optic Communications og hefur leikurinn vaxið jafnt og þétt síðustu ár.
CCP opnaði starfsstöð í Shanghai árið 2006. Árið 2008 hófst vinna þar við nýjan tölvuleik fyrirtækisins, DUST 514, og nú starfa þar nú um 100 manns við þróun DUST 514, sem einnig er væntanlegur á markað síðar á þessu ári, og kínverska útgáfu EVE Online.
EVE Online væntanlegur til Kína
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Mest lesið


Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp
Viðskipti innlent

Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna
Viðskipti innlent

Skrautleg saga laganna hans Bubba
Viðskipti innlent

Sætta sig ekki við höfnun Kviku
Viðskipti innlent

Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði
Viðskipti innlent

Starbucks opnaði á Laugavegi í dag
Viðskipti innlent

Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo?
Viðskipti innlent