Markaðir í Evrópu eru í uppsveiflu í fyrstu viðskiptum dagsins. Fylgja þeir þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt.
Eftir að kauphöllin í London opnaði í morgun hækkaði FTSE vísitalan um rúmt prósent. Sömu sögu er að segja af Dax vísitölunni í Frankfurt og Cac 40 vísitölunni í París. Ástæðan fyrir þessari uppsveiflu er niðurstaða kosninganna í Grikklandi um helgina.
Sérfræðingar reikna þó með að órói ríki áfram á mörkuðum þar sem erfiðleikunum á evrusvæðinu er hvergi nærri lokið.
Uppsveifla á mörkuðum í Evrópu
