Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna sölu seint í haust, rúmum þremur árum eftir að Windows 7 fór á markað. Fyrirtækið hefur nú birt nýjustu útgáfu stýrikerfisins á heimasíðu sinni.
Microsoft segir að tugir þúsunda breytinga hafi verið gerðar á stýrikerfinu frá því að fyrsta tilraunaútgáfa þess var birt fyrir nokkrum mánuðum.
Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Windows 8 sé viðamesta endurhönnun á notendaviðmót Windows frá því að Windows 95 fór á markað.
Windows 8 þykir mikill prófsteinn fyrir Microsoft en hönnun stýrikerfisins tekur mið af snjallsímum og spjaldtölvum. Fyrirtækinu hefur ekki tekist að halda í við keppinauta sína enda hefur það átt í erfiðleikum með að fóta sig á snjallsímamarkaðinum.
Hægt er að nálgast Windows 8 hér.
Tilraunaútgáfa Windows 8 opinberuð
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Mest lesið

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Af og frá að slakað sé á aðhaldi
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili
Viðskipti innlent