Kauphöllin (NASDAQ OMX Iceland) hefur opnað nýja vefsíðu á bæði íslensku og ensku. Vefsíðan eru hluti af átakinu „Mótum framtíðina" en hún er ætluð sem upplýsingasíða fyrir innlenda sem erlenda fjárfesta, fyrirtæki og áhugafólk um íslenska markaðinn.
Í fréttatilkynningu frá NASDAQ OMX Nordic segir: „Heitið á átakinu vísar í að það er í okkar höndum - samvinnuverkefna stjórnvalda, viðskipta- og atvinnulífs sem og einstaklinga - að móta okkar eigin framtíð í vexti Íslands."
Vefsíðan hefur að geyma viðtöl og hlekki á ýmislegan fróðleik um markaðinn, viðskiptaumhverfi, hlutverk Kauphallarinnar, skráningarferilinn, fjárfestatengsl og ýmislegt fleira. Þá verður nýju efni bætt á síðuna reglulega í samstarfi við ýmsa aðila.
„Með átakinu okkar sem við kjósum að kalla „Mótum framtíðina" viljum við beina athyglinni að þeim tækifærum sem felast í vexti íslensks efnahagslífs og eru langt í frá fullnýtt," segir Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland. „Hlutverk kauphallar í hverju landi fyrir sig er ekki síst að veita þannig fyrirtækjum vettvang til að nálgast fjárfesta og öfugt og styðja þannig við efnahagslífið. Þessari nýju síðu er ætlað að vera lifandi upplýsingasíðan sem vonandi nýtist bæði fjárfestum og fyrirtækjum í upplýsingaöflun um markaðinn."
Hægt er að nálgast vefsíðuna hér.
"Mótum framtíðina" - Kauphöllin opnar nýja vefsíðu
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar

Mest lesið

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða
Viðskipti innlent


Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda
Viðskipti innlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi
Viðskipti erlent

Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið
Viðskipti innlent

HBO Max streymisveitan komin til Íslands
Viðskipti innlent

Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play
Viðskipti innlent

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur
Viðskipti innlent

Fleiri fréttir
