Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Magnús Halldórsson skrifar 7. júní 2012 14:30 Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. Illugi segir stjórnmálamenn hafa í reynd brugðist þegar kemur að umræðu um peningamálastefnuna eftir hrunið, ekki síst stjórnarflokkarnir, þar sem þeir virðist leggja allt sitt traust á Seðlabanka Íslands þegar að þessari vinnu kemur. Reyndin sé sú að peningamálastefnan sé verkefni sem stjórnmálamenn þurfi að móta og ná víðtækri sátt um. Þar þurfi allir flokkar að vera tilbúnir að gefa eitthvað eftir til þess að ná niðurstöðu sem ásættanleg sé. Sjálfur segist hann þess fullviss að mögulegt sé að halda í krónuna sem gjaldmiðil, ef stefna í opinberum fjármálaum sé stokkuð upp, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögunum. Þá segir hann að umræða um þessi mál verði að skoðast í alþjóðlegu samhengi. Erfiðleikarnir í Evrópu, ekki síst, snúist um sjálfbærni. Þar þurfi stjórnmálamenn í reynd „að fórna ferli sínum" til þess að kalla fram nauðsynlegar breytingar. Stjórnmálamenn geti ekki reiknað með því að kjósendur styðji við stórfelldan niðurskurð útgjalda og fleiri sársaukafullar ákvarðanir. Allir valkostir sem í boði eru séu erfiðir. Þá segir Illugi að það ár sem nú sé til næstu þingkosninga verði vafalítið afdrifaríkt þegar kemur að pólitísku landslagi og stefnu í efnahagsmálum. Mikil óvissa sé í spilunum um hvernig ríkisstjórn geti verið samsett þannig að hún hafi traustan meirihluta eftir að talið hefur verið upp úr kössunum. Ekki sé ólíklegt að ný framboð muni hafa töluverð áhrif á stöðu mála. Þá geti deilur um auðlindanýtingu orðið harðar, enda stefna flokkanna ólík í þeim málum. Sjá má viðtalið við Illuga í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira