Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2012 12:47 Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent