Tim Cook á D10: Leynd, Facebook, Siri og Apple TV Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. maí 2012 12:47 Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér. Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira
Margt bar á góma þegar Tim Cook, stjórnarformaður Apple, settist niður með stjórnendum D10 tækniráðstefnunnar í Palos Verdes í Kaliforníu í vikunni. Þar ræddi Cook um það sem betur hefði mátt fara hjá Apple á síðustu mánuðum sem og næstu skref tæknirisans. Það var tæknivefsíðan All Things D sem stóð fyrir ráðstefnunni en síðan heyrir undir vefútgáfu fréttablaðsins The Wall Street Journal. Á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á ráðstefnunni voru Michael Bloomberg, Sean Parker, Aaron Sorkin og Jeff Weiner Cook hóf umræðurnar á því að ræða starfshætti Apple en hann boðaði nýja stefnu í vöruþróun og framleiðslu fyrirtækisins. Þá var hann ómyrkur í máli þegar hann ræddi lekamál sem plagað hafa fyrirtækið síðustu mánuði. Nákvæmar upplýsingar um væntanlegar vörur fyrirtækisins hafa þá lekið, oft vikum áður en vara fer á markað.Tim Cook ásamt Walt Mossberg og Kara Swisher.mynd/allthingsdÞví næst ræddi Cook um Apple TV margmiðlunarspilarann. Hann sagði að fyrirtækið legði mikla áherslu á að þróa tækið áfram enda hafi vinsældir þess aukist gríðarlega á síðustu misserum. Hann gaf þó lítið fyrir skoðanir forvera síns, Steve Jobs, en hann sagði eitt sinn að Apple TV væri fátt annað en skemmtileg hugmynd og batt hann ekki miklar vonir við velgengni spilarans. Þá sagði Cook að Apple væri nú að vinna að uppfærslu fyrir Siri skipulagsforritið. Talið er að uppfærslan komi til með að gera hugbúnaðarframleiðendum kleift að nota forritið í smáforritum sínum en það hefur ekki verið hægt hingað til. En það sem vakti hvað mesta athygli voru ummæli Cook um samskiptamiðilinn Facebook. Apple hefur lengi vel lagt litla áherslu á samskiptasíðuna í hugbúnaði sínum og hefur þess í stað einblínt á Twitter. Cook sagði að það væri óraunhæft fyrir Apple að sniðganga Facebook enda sé síðan vinsælasti samskiptamiðill veraldar. Hægt er að nálgast umfjöllun All Things D um ráðstefnuna hér.
Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Sjá meira