SFO lömuð eftir rannsókn á Kaupþingsmáli Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. maí 2012 11:17 Tchenguizbræðurnir voru handteknir og húsleit gerð hjá þeim. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, gerði ekki eina einustu húsleit á tímabilinu apríl 2011 - apríl 2012. Breska blaðið Financial Times fjallar um málið á vef sínum í gær og telur vísbendingar vera um að stofnunin sé orðin of varkár eftir að Tchenguizmálið klúðraðist. Húsleitir hjá bræðrunum Vincent og Robert Tchenguiz í mars 2011 vöktu mikla athygli, en að undanförnu hefur verið deilt um það hvort heimild hafi verið fyrir húsleitum og handtöku bræðranna. Sú deila er nú komin fyrir dómstóla. Á tímabilinu apríl 2008-apríl 2009 réðst Serious Fraud Office í 63 húsleitir. Árið eftir var ráðist í farið í 43 húsleitir og þar eftir var farið í 47. Financial Times segir að þessar tölur hafi vakið upp spurningar um það hvort stofnunin sé starfhæf. „Ef fyrirtæki og einstaklingar liggja undir grun um fjárhagssvindl er nauðsynlegt að eftirlitskerfið virki," sagði Barry Vitou, meðeigandi hjá Pinsent Masons, sem vann að úttekt á störfum SFO. Hann segir að þótt SFO sæti núna gagnrýni vegna Tchenguizmálsins sé nauðsynlegt að það skjóti sér ekki undan mikilvægum málum. Sem kunnugt er voru Tchenguizbræðurnir hluthafar í Kaupþingi og stærstu skuldarar bankans. Rannsókn SFO á máli þeirra lýtur að viðskiptum þeirra við bankann.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira