Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 14:06 Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér. Klinkið Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, en tillögur hans ganga út á að bundinn verði endir á hið svokallaða brotaforðakerfi þar sem bankar geta lánað út lausar innistæður og að í staðinn verði tekið upp kerfi þar sem bankar geta eingöngu tekið við sparnaði og lánað hann út. „Þegar maður fer að útskýra þetta fyrir fólki þá spyr fólk, er það ekki þannig sem bankar vinna? Þeir safna innlánum og lána út? En þetta er í rauninni ekki þannig. Þeir þurfa ekki að safna innlánum til að lána út peninga og búa til peninga," segir Frosti. Hann segir að mikil auðlind sé fólgin í því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, en hins vegar þurfi að stýra honum rétt. „Peningamagnsstjórnunin hefur verið rót óstöðugleika. Og það er hægt að koma í veg fyrir hann. Það er dálítið sérstakt að í stjórnarskránni er ekkert sagt um hvernig peningavaldið skuli temprað. (…) Það er ekki orð um það í íslensku stjórnarskránni," segir Frosti en hann segar afar mikilvægt að ákvæði sé í stjórnarskránni um hvernig fara skuli með þetta mikla vald. Frosti segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga. Seðlabankinn geti síðan fylgt á eftir með veikburða stýritækjum. Sjá má viðtal við Frosta hér.
Klinkið Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira