Magnús missir ekki af oddaleiknum - kæru Stjörnunnar hafnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 15:45 Magnús Þór Gunnarsson. Mynd/Stefán Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur. Aga- og úrskurðarnefnd hafnaði kröfu Keflavíkur um frávísun en hafnaði einnig kröfu Stjörnunnar um að Magnús Þór verði dæmdur í bann vegna atviksins. Þá var kröfu Keflavíkur um ómaksþóknun einnig hafnað.Sjónarhorn Stjörnumanna: "Þegar um 3 mínútur eru eftir af þriðja leikhluta í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla 2. apríl 2012, veitir leikmaður #10 í liði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson leikmanni #4 hjá Stjörnunni, Marvini Valdimarssyni, olnbogaskot í andlitið. Magnús hafði fengið hindrun sem Marvin elti Magnús upp úr og tók á móti boltanum úti við þriggja stiga línuna, snéri sér við (pivot) og setti þá olnbogann í andlit Marvins, en rétt er að benda á að Magnús lyftir olnboganum og sveiflar þegar hann snýr sér við. Við þetta brotnaði ein framtönn hjá Marvin uppi við rót," segir í kæru Stjörnunnar.Sjónarhorn Keflvíkinga: Í greinagerð Keflavíkur er atvikum svo lýst: "Þegar um þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla 2. apríl 2012 rekur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, olnbogann óviljandi í andlit Marvins Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar. Magnús Þór hafði fengið hindrun niður við teig sem Marvin elti Magnús Þór upp úr. Magnús Þór móttekur sendingu úti við þriggja stiga línu, snýr sér við til að koma sér í stöðu til að skjóta, senda boltann eða "dræva" upp að körfunni. Við þetta rekur Magnús Þór olnbogann óviljandi í andlit Marvins, sem hafði komið á mikilli ferða á eftir honum upp úr hindruninni, á "blindu hliðinni" og nánast ofan í hálsmálið á Magnúsi Þór. Skömmu síðar, eftir að hafa ráðfært sig við Pétur Hrafn Sigurðsson, eftirlitsdómara, dæmir Davíð Hreiðarsson, annars dómari leiksins óíþróttamannslega villu á Magnús Þór. Ekki þykir efni né ástæða til að rekja málsatvik frekar." Það er hægt að lesa úrskurðinn í heild sinni hér. Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur komið saman og tekið fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur. Aga- og úrskurðarnefnd hafnaði kröfu Keflavíkur um frávísun en hafnaði einnig kröfu Stjörnunnar um að Magnús Þór verði dæmdur í bann vegna atviksins. Þá var kröfu Keflavíkur um ómaksþóknun einnig hafnað.Sjónarhorn Stjörnumanna: "Þegar um 3 mínútur eru eftir af þriðja leikhluta í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla 2. apríl 2012, veitir leikmaður #10 í liði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson leikmanni #4 hjá Stjörnunni, Marvini Valdimarssyni, olnbogaskot í andlitið. Magnús hafði fengið hindrun sem Marvin elti Magnús upp úr og tók á móti boltanum úti við þriggja stiga línuna, snéri sér við (pivot) og setti þá olnbogann í andlit Marvins, en rétt er að benda á að Magnús lyftir olnboganum og sveiflar þegar hann snýr sér við. Við þetta brotnaði ein framtönn hjá Marvin uppi við rót," segir í kæru Stjörnunnar.Sjónarhorn Keflvíkinga: Í greinagerð Keflavíkur er atvikum svo lýst: "Þegar um þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í 8 liða úrslitum Iceland Express deildar karla 2. apríl 2012 rekur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, olnbogann óviljandi í andlit Marvins Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar. Magnús Þór hafði fengið hindrun niður við teig sem Marvin elti Magnús Þór upp úr. Magnús Þór móttekur sendingu úti við þriggja stiga línu, snýr sér við til að koma sér í stöðu til að skjóta, senda boltann eða "dræva" upp að körfunni. Við þetta rekur Magnús Þór olnbogann óviljandi í andlit Marvins, sem hafði komið á mikilli ferða á eftir honum upp úr hindruninni, á "blindu hliðinni" og nánast ofan í hálsmálið á Magnúsi Þór. Skömmu síðar, eftir að hafa ráðfært sig við Pétur Hrafn Sigurðsson, eftirlitsdómara, dæmir Davíð Hreiðarsson, annars dómari leiksins óíþróttamannslega villu á Magnús Þór. Ekki þykir efni né ástæða til að rekja málsatvik frekar." Það er hægt að lesa úrskurðinn í heild sinni hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Fleiri fréttir Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti