Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 20:59 Snæfellskonur eru komnar inn í úrslitakeppnina. Mynd/Baldur Beck Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - Stjarnan | Meistararnir komnir í gang? Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum KR - Valur | Hnífjöfn fyrir grannaslag Njarðvík - Ármann | Færi á fyrsta sigri? Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Sjá meira