Hvað eru umboðssvik og hvað fellur undir markaðsmisnotkun? 22. febrúar 2012 16:05 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Aðrir ákærðir eru Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson. Brotin sem þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og einn fyrrverandi hluthafi bankans eru ákærðir fyrir geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þá geta þau tæknilega leitt til allt að níu ára fangelsis, verði þeir sakfelldir fyrir bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun, en í almennum hegningarlögum er sérstök hemild dómara til að bæta við helmingi refsingar ef mál er þannig vaxið að það mæli með því. Það gerist þó sjaldan. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru ákærðir fyrir umboðssvik og eru þeir Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir hlutdeild í þessum brotum eins og fréttastofa greindi frá í morgun. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir hylmingu og peningaþvætti, en hann er einn ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Þá eru allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Umboðssvikin eru vegna lánveitinga Kaupþings til Al-Thani fléttunnar en markaðsmisnotkunin er vegna þeirra sýndarviðskipta sem fólust í viðskiptunum, að láta almenning og markaðinn halda að sjeikinn frá Katar, virtur erlendur fjárfestir, væri að kaupa hlutabréf í bankanum af sjálfsdáðum með eigin peningum og áhættu að öllu leyti. En undir hvað falla þessi brot? Litið er svo á að markaðsmisnotkun sé alvarlegt efnahagsbrot og varðar það allt að sex ára fangelsi skv. lögum um verðbréfaviðskipti, þó að um sérrefsilagabrot sé að ræða. Umboðssvik er skv. 249.gr. almennra hegningarlaga það þegar menn misnota umboð sem þeir hafa fengið, t.d fjárreiður fyrir aðra, þannig að sá sem veitir umboðið sé bundinn af því. En í greininni segir: Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi. Eins og um önnur brot sem falla undir auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga þarf brotið að vera framið í auðgunarskyni. Þ.e ásetningur þarf að vera til staðar um fjárhagslegan ávinning. Umboðssvikin eru svokallað hættubrot, þ.e það er nóg að brotið hafi skapað hættu á tjóni. „Nægilegt er að slík skuldbinding feli í sér verulega fjártjónshættu fyrir viðsemjanda eða annan aðila, endanlegt tjón þarf ekki hafa hlotist af," sagði Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus í refsirétti, á erindi um umboðssvik á lagadeginum 2010.Ekki krafa um ásetning þegar markaðsmisnotkun er annars vegar Þau atriði sem falla undir markaðsmisnotkun eru nokkur og talin upp í 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Undir það getur fallið að dreifa röngum orðrómi, þá geta sýndarviðskipti eins og sér flokkast sem slíkt brot. Þegar markaðsmisnotkun er annars vegar er ekki nauðsynlegt að það hafi verið framið í því skyni að blekkja markaðinn, heldur er nóg að háttsemin hafi haft áhrif eða verið líkleg til þess að hafa áhrif. Með öðrum orðum þá er ekki gerð krafa um ásetning þess sem fremur markaðsmisnotkun heldur dugar að brotið hafi átt sér stað. Ólíkt því sem gildir um umboðssvik, þar sem huglæg afstaða brotamanns skiptir máli, þ.e ásetningur hans þarf að vera til staðar ef sakfella á fyrir brotið og því flóknari og erfiðari sönnun, enda þarf að sanna auðgunarásetning sakborningsins. Brotin varða allt að sex ára fangelsi. Í 77.gr. hegningarlaga er ákvæði um svokallaða brotasamsteypu og heimild til að bæta við refsingu allt að helmingi hennar. Þannig að tæknilega séð væri hægt að krefjast níu ára fangelsisdóms yfir sakborningunum í Al-Thani málinu verði þeir allir sakfelldir samkvæmt ákæru, en það gerist þó sjaldan að refsingin sé þyngd á grundvelli þessa ákvæðis og er refsingin yfirleitt ákveðin innan ramma alvarlegra brotsins. Sigurður Tómas Magnússon, ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara og fyrrverandi héraðsdómari, hélt erindi á lagadeginum svokallaða hinn 30. apríl 2010, þar sem hann fór ítarlega yfir þau brot sem um ræðir hér, en þó sérstaklega markaðsmisnotkun. Þeir sem vilja glöggva sig betur á þessum brotum geta nálgast erindi hans í viðhengi með fréttinni. Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Ólafur: Ég lýsi mig saklausan Ólafur Ólafsson, sem er einn þeirra sem ákærðir hafa verið í Al Thani málinu svokallaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann hafnar öllum ásökunum sem á hann eru bornar og lýsir sig saklausan. Hann segir ákæruna koma sér á óvart. 22. febrúar 2012 10:31 Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. 22. febrúar 2012 09:31 Lögmaður Hreiðars Más: Ákæran er vonbrigði Hörður Felix Harðarson, hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir það vera vonbrigði að embætti sérstaks saksóknara hafi ákveðið að gefa út ákæru eftir ítarlega rannsókn á Al-Thani málinu svokallaða. 22. febrúar 2012 10:10 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Brotin sem þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings og einn fyrrverandi hluthafi bankans eru ákærðir fyrir geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. Þá geta þau tæknilega leitt til allt að níu ára fangelsis, verði þeir sakfelldir fyrir bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun, en í almennum hegningarlögum er sérstök hemild dómara til að bæta við helmingi refsingar ef mál er þannig vaxið að það mæli með því. Það gerist þó sjaldan. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru ákærðir fyrir umboðssvik og eru þeir Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir hlutdeild í þessum brotum eins og fréttastofa greindi frá í morgun. Auk þess er Ólafur ákærður fyrir hylmingu og peningaþvætti, en hann er einn ákærður fyrir síðastgreindu brotin. Þá eru allir fjórir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum liðum. Umboðssvikin eru vegna lánveitinga Kaupþings til Al-Thani fléttunnar en markaðsmisnotkunin er vegna þeirra sýndarviðskipta sem fólust í viðskiptunum, að láta almenning og markaðinn halda að sjeikinn frá Katar, virtur erlendur fjárfestir, væri að kaupa hlutabréf í bankanum af sjálfsdáðum með eigin peningum og áhættu að öllu leyti. En undir hvað falla þessi brot? Litið er svo á að markaðsmisnotkun sé alvarlegt efnahagsbrot og varðar það allt að sex ára fangelsi skv. lögum um verðbréfaviðskipti, þó að um sérrefsilagabrot sé að ræða. Umboðssvik er skv. 249.gr. almennra hegningarlaga það þegar menn misnota umboð sem þeir hafa fengið, t.d fjárreiður fyrir aðra, þannig að sá sem veitir umboðið sé bundinn af því. En í greininni segir: Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi. Eins og um önnur brot sem falla undir auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga þarf brotið að vera framið í auðgunarskyni. Þ.e ásetningur þarf að vera til staðar um fjárhagslegan ávinning. Umboðssvikin eru svokallað hættubrot, þ.e það er nóg að brotið hafi skapað hættu á tjóni. „Nægilegt er að slík skuldbinding feli í sér verulega fjártjónshættu fyrir viðsemjanda eða annan aðila, endanlegt tjón þarf ekki hafa hlotist af," sagði Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus í refsirétti, á erindi um umboðssvik á lagadeginum 2010.Ekki krafa um ásetning þegar markaðsmisnotkun er annars vegar Þau atriði sem falla undir markaðsmisnotkun eru nokkur og talin upp í 117. gr. laga um verðbréfaviðskipti. Undir það getur fallið að dreifa röngum orðrómi, þá geta sýndarviðskipti eins og sér flokkast sem slíkt brot. Þegar markaðsmisnotkun er annars vegar er ekki nauðsynlegt að það hafi verið framið í því skyni að blekkja markaðinn, heldur er nóg að háttsemin hafi haft áhrif eða verið líkleg til þess að hafa áhrif. Með öðrum orðum þá er ekki gerð krafa um ásetning þess sem fremur markaðsmisnotkun heldur dugar að brotið hafi átt sér stað. Ólíkt því sem gildir um umboðssvik, þar sem huglæg afstaða brotamanns skiptir máli, þ.e ásetningur hans þarf að vera til staðar ef sakfella á fyrir brotið og því flóknari og erfiðari sönnun, enda þarf að sanna auðgunarásetning sakborningsins. Brotin varða allt að sex ára fangelsi. Í 77.gr. hegningarlaga er ákvæði um svokallaða brotasamsteypu og heimild til að bæta við refsingu allt að helmingi hennar. Þannig að tæknilega séð væri hægt að krefjast níu ára fangelsisdóms yfir sakborningunum í Al-Thani málinu verði þeir allir sakfelldir samkvæmt ákæru, en það gerist þó sjaldan að refsingin sé þyngd á grundvelli þessa ákvæðis og er refsingin yfirleitt ákveðin innan ramma alvarlegra brotsins. Sigurður Tómas Magnússon, ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara og fyrrverandi héraðsdómari, hélt erindi á lagadeginum svokallaða hinn 30. apríl 2010, þar sem hann fór ítarlega yfir þau brot sem um ræðir hér, en þó sérstaklega markaðsmisnotkun. Þeir sem vilja glöggva sig betur á þessum brotum geta nálgast erindi hans í viðhengi með fréttinni.
Tengdar fréttir Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57 Ólafur: Ég lýsi mig saklausan Ólafur Ólafsson, sem er einn þeirra sem ákærðir hafa verið í Al Thani málinu svokallaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann hafnar öllum ásökunum sem á hann eru bornar og lýsir sig saklausan. Hann segir ákæruna koma sér á óvart. 22. febrúar 2012 10:31 Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. 22. febrúar 2012 09:31 Lögmaður Hreiðars Más: Ákæran er vonbrigði Hörður Felix Harðarson, hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir það vera vonbrigði að embætti sérstaks saksóknara hafi ákveðið að gefa út ákæru eftir ítarlega rannsókn á Al-Thani málinu svokallaða. 22. febrúar 2012 10:10 Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Ákært í Al-Thani málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru í hinu svokallaða Al-Thani máli, sem snýr að kaupum á 5 prósent hlut í Kaupþingi seinni part september mánaðar 2008, rúmum tveimur vikum fyrir hrun bankanna. 22. febrúar 2012 08:57
Ólafur: Ég lýsi mig saklausan Ólafur Ólafsson, sem er einn þeirra sem ákærðir hafa verið í Al Thani málinu svokallaða, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Hann hafnar öllum ásökunum sem á hann eru bornar og lýsir sig saklausan. Hann segir ákæruna koma sér á óvart. 22. febrúar 2012 10:31
Hreiðar Már, Sigurður, Magnús og Ólafur ákærðir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum fyrirtæki sín, eru hinir ákærðu í Al-Thani málinu. 22. febrúar 2012 09:31
Lögmaður Hreiðars Más: Ákæran er vonbrigði Hörður Felix Harðarson, hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir það vera vonbrigði að embætti sérstaks saksóknara hafi ákveðið að gefa út ákæru eftir ítarlega rannsókn á Al-Thani málinu svokallaða. 22. febrúar 2012 10:10