Handbolti

Dramatískur sigur Füchse | Dagur og Alex komnir áfram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur Sigurðsson og félagar eru í 2. sæti þýsku deildarinnar.
Dagur Sigurðsson og félagar eru í 2. sæti þýsku deildarinnar.
Füchse Berlín tryggði sér í dag sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik eftir dramatískan eins marks sigur á Bjerringbro-Silkerborg 28-27. Dagur Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti með Berlínarliðið.

Danirnir voru sjálfum sér verstir í Berlín í dag. Eftir jafnan leik þar sem heimamenn leiddu 14-13 í hálfleik virtust Danirnir vera að ná tökum á leiknum. Þeir komust yfir 21-24 þegar þrettán mínútur voru eftir.

Heimamönnum tókst að jafna í 25-25 en aftur sigu Danirnir fram úr og leiddu 25-27 og sjö mínútur eftir. Þá skellti Berlínarvörnin í lás, heimamenn skoruðu þrjú síðustu mörkin og tryggðu sér eins marks sigur, 28-27.

Alexander Peterson er enn frá vegna meiðsla hjá Berlínarliðinu. Guðmundur Árni Ólafsson komst ekki á blað hjá gestunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×