Handbolti

Þórir og félagar áfram í Meistaradeildinni | Upp fyrir Füchse Berlín

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir og félagar gátu andað léttar í leikslok.
Þórir og félagar gátu andað léttar í leikslok.
Þórir Ólafsson og félagar hans í pólska liðinu Kielce eru komnir í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Medvedi frá Rússlandi 26-26.

Michal Jurecki var atkvæðamestur hjá heimamönnum með níu mörk. Sergei Gorbok hjá Medvedi skoraði sömuleiðis níu mörk. Þórir Ólafsson var á sínum stað í liði Kielce.

Litlu mátti muna í lokin að Kielce kastaði frá sér stiginu þegar þeir töpuðu boltanum klaufalega í lokasókn sinni. Gestirnir náðu þó ekki að færa sér mistökin í nyt og skutu í varnarmúr Pólverjanna úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn.

Kielce hafnaði í þriðja sæti B-riðils með ellefu stig, jafnmörg en betri markatölu en Füchse Berlín sem hafnaði í fjórða sæti riðilsins. Medvedi situr eftir með sárt ennið í fimmta sæti riðilsins með tíu stig.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×