Enski boltinn

Tevez fær líklega háa sekt frá Man. City

Tevez er hann kom til Manchester í gær.
Tevez er hann kom til Manchester í gær.
Carlos Tevez er ansi oft sjálfum sér verstur og það síðasta sem hann gerði í Argentínu áður en hann flaug til Englands í gær var að urða yfir stjóra City, Roberto Mancini.

Tevez sakaði Mancini um að fara með sig eins og hund. Tevez má væntanlega búast við því að fá háa sekt fyrir þessi ummæli.

Þess utan skaða þau samband hans og Mancini sem virtist vera að þokast í rétta átt áður en Tevez kom aftur til Englands.

Mancini var allur að mýkjast í afstöðu sinni til Tevez og ekki loku fyrir það skotið að hann myndi spila á nýjan leik með félaginu.

Þessi ummæli hafa aftur á móti hleypt öllu í bál og brand á nýjan leik og algjör óvissa með framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×