Viðskipti erlent

Moody's heldur Frakklandi í hæsta flokki

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, stendur í ströngu  þessa dagana vegna skuldakreppunnar í Evrópu.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, stendur í ströngu þessa dagana vegna skuldakreppunnar í Evrópu.
Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfi Frakklands áfram í hæstu einkunn, AAA. Þetta er þvert á niðurstöðu Standard & Poor's sem ákvað að lækka lánshæfi Frakklands, og átta annarra ríkja, á dögunum.

Í rökstuðningi Moody's fyrir ákvörðun sinni segir að þrátt fyrir mikla erfiðleika í Evrópu telji fyrirtækið að ekki sé tilefni til þess að lækka eingkunnina að svo stöddu. Hins vegar geti staðan versnað hratt ef ekki verður gripið til meira aðhalds í ríkisfjármálum heldur en þegar hefur verið gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×