Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að auka útlánagetu sína upp í nær 1.000 milljarða dollara til að berjast gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu olli töluverðum hækkunum á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíumörkuðum í nótt.
Dow Jones og Nasdag vísitölurnar náðu hæstu gildum sínum undanfarna sex mánuði. Dow Jones hækkaði um 0,8% og Nasdag um 1,5%.
Þá hækkaði Nikkei vísititalan í Tókýó um 1,2% í nótt og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,2%.
