Viðskipti innlent

Forstjóri Icelandair segir Inspired by Iceland hafa skipt sköpum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að markaðsherferðin Inspired by Iceland, sem ráðst var í eftir að gosinu í Eyjafallajökli lauk, hafi skipt sköpum til að rétta af ferðamannaiðnaðinn eftir áfallið sem dundi yfir með gosinu. Hann segir að hrun hafi blasað við í bókunum á ferðum til Íslands áður en ráðist var í herferðina og hrósar ríkisstjórninni fyrir að taka vel á málinu.

Þetta kom fram í viðtali við Björgólf í nýjasta þættinum af Klinkinu.

„Það var skelfileg staða þegar þetta var að ganga yfir, en við fórum heldur betur á kortið og sem betur fer var farið af stað í beinu framhaldi í töluvert mikla markaðssókn (Inspired by Iceland) sem ég held að hafi skilað gríðarlega miklu. Það er mjög erfitt að mæla það í krónum, en ég held að við getum klárlega sagt að það blasti við hrun í bókunum og fleiru eftir að gosinu lauk, upp úr 20. maí 2010, við urðum að keyra svona í gang. Og ég held að þessi herferð hafi bjargað rosalega miklu og ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir það. Þetta skipti algjörlega sköpum að mínu mati," segir Björgólfur.

Björgólfur Jóhannsson var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu.
Sjá má klippu úr Klinkinu hér að ofan þar sem Björgólfur ræðir afleiðingar gossins í Eyjafjallajökli og jákvæð áhrif markaðsherferðar sem ráðist var í í kjölfar gossins. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér.

thorbjorn@stod2.is



Tengdar fréttir

Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×