Handbolti

Guðmundur valdi 18 fyrir Danmerkurförina | Arnór og Fannar ekki með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið átján leikmenn sem fara til Danmerkur í fyrramálið en þar tekur liðið þátt á Total Kredit Cup og leikur þar við Pólland, Slóveníu og Danmörku.

Liðið mun svo leika gegn Finnum hér heima föstudaginn 13.janúar en liðið fer utan 14.janúar. Ísland hefur svo leik á EM þann 16.janúar en liðið er í riðli með Króatíu, Noregi og Slóveníu.

Þeir leikmenn sem fara ekki til Danmerkur eru Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Friðgeirsson en þeir munu koma inn í hópinn aftur á þriðjudaginn þegar æfingar hefjast hér á landi. Snorri Steinn Guðjónsson hefur enn ekki hafið undirbúning vegna persónulegra ástæðna.

Hópurinn lítur svona út:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Fücshe Berlin

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar

Oddur Grétarsson, Akureyri

Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sverre Jakobsson, Grosswallstadt

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×