Derek Fisher, fimmfaldur meistari með Los Angeles Lakers, fór alla leið í lokaúrslit NBA-deildarinnar með Oklahoma City Thunder liðinu á síðustu leiktíð en það eru ekki miklar líkur á því að hann spili áfram með Thunder-liðinu á komandi tímabili.
Derek Fisher er orðinn 38 ára gamall og var að klára sitt sextánda tímabil. Hann var reynsluboltinn í ungu og stórefnilegu liði Thunder og hafði meðal annars mikil og góð áhrif á stjörnubakvörðinn Russell Westbrook. Oklahoma City Thunder mun nú veðja frekar á Reggie Jackson, val liðsins í fyrstu umferð nýliðavalsins 2011 og Eric Maynor sem kemur aftur inn í liðið eftir krossbandaslit.
Fisher vildi síðan ekki taka að sér svipað hlutverk hjá liði Chicago Bulls samkvæmt heimildum Sports Illustrated og það lítur út fyrir að hann fari til liðs sem er ekki að fara berjast um titilinn á þessu tímabili.
New Orleans Hornets, Milwaukee Bucks, Cleveland Cavaliers og Charlotte Bobcats hafa öll áhuga og eru líklegust til að ná að semja við Fisher áður en tímabilið hefst. Öll þessi fjögur lið eru að taka inn unga bakverði sem myndu njóta góðs af leiðsögn þessa mikla sigurvegara.
Ólíklegt að Derek Fisher verði áfram hjá Oklahoma City Thunder
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn




Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti

Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti