Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Magdeburg styrktu stöðu sína í níunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld.
Þá vann Magdeburg fínan útisigur, 26-32, á Neuhausen. Magdeburg var þrem mörkum yfir í hálfleik, 13-16.
Moritz Schapsmeier var atkvæðamestur í liði Magdeburgar í kvöld með fimm mörk.

