Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 23:30 Eins og sjá má á svipnum er Kobe Bryant ekki sáttur við gang mála. MYND:NORDIC PHOTOS/AP Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins. NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum. Lakers tapaði fyrir Milwaukee Bucks 100-89 í gærnótt þrátt fyrir að Bucks léki án tveggja af sínum helstu stigaskorurum, Andrew Bogut og Stephen Jackason, en ekkert lið Vesturdeildarinnar er með lélegri árangur á útivelli en Lakers. Neðstu lið Vesturdeildar, Sacramento Kings og New Orleans Hornets sem hafa samtals unnið tíu leiki á tímabilinu, státa bæði af betri árangri á útivelli þar sem liðin hafa unnið tvo útileiki hvort. Lakers tapaði fyrstu sex útileikjum sínum með tíu stigum að meðaltali og voru tíu stigum undir eftir aðeins tvær mínútur í öðrum leikhluta gegn Bucks. Með sitt hávaxna lið tapaði Lakers meira að segja baráttunni undir körfunni. "Við leikum ekki af nógu miklum krafti," sagði Kobe Bryant sem átti góðan leik fyrir Lakers ólíkt flestum samherjum sínum og undir það tók Mike Brown þjálfari hans. "Við vorum á hælunum og áttum í miklum vandræðum undir körfunni. Það er alveg sama hver var á vellinum eða hver var með boltann, þeir beittu líkamanum í að fæla okkur frá körfunni og við svöruðum ekki," sagði Brown. Lakers er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar eða ekki í úrslitakeppninni og næstu sjö leikir liðsins af átta eru á útivelli. Lagist gengi liðsins áútivelli ekki gæti liðið átt í mestu vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni sem væri mikið áfall fyrir lið sem ætlar sér ekkert annað en meistaratitil. Lakers hefur leikið 20 leiki á 35 dögum og virðist ekki hafa þrek á útivelli við þetta mikla leikjaálag. Kobe Bryant átti ekki í vandræðum, hann skoraði 27 stig, hitti úr 10 af 21 skoti sínu, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Pau Gasol hitti aðeins úr 6 af 18 skotum sínum og Andrew Bynum tók aðeins 10 skot í leiknum, þar af 5 í fyrsta leikhluta. Fyrir utan nýliðann Andrew Goudelock fékk liðið lítið sem ekkert frá öðrum leikmönnum. Ljóst er að Kobe Bryant getur ekki borið liðið einn á herðum sínum, sama hvaða trú hann kann að hafa á því sjálfur. Lakers sækir Kevin Love, Ricky Rubio og félaga í Minnesota Timberwolves heim í nótt og verður spennandi að sjá hvort Kobe Bryant og félagar nái slökustu liðum Vesturdeildar eða verði áfram eitt á botni útivallarvinningshlutfallsins.
NBA Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti