Undanúrslitaleikirnir í deildarbikar kvenna í handbolta fara í kvöld. Þá mætast Valur og Stjarnan annars vegar og Fram mætir ÍBV hins vegar.
Valskonur þykja sigurstranglegar í deildarbikarnum enda hafa þær unnið allar keppnirnar hér á landi á árinu. Þær eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar, deildarmeistarar og meistarar meistaranna.
Valur situr í efsta sæti deildarinnar ásamt Fram en bæði lið hafa unnið alla níu leiki sína og hafa 18 stig. ÍBV er í þriðja sæti með 15 stig og Stjarnan hefur 12 stig ásamt HK og FH en betra markahlutfall.
Leikirnir í kvöld fara fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Úrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll annað kvöld klukkan 17.30.
Leikir kvöldsins
Valur - Stjarnan kl. 18.15
Fram - ÍBV kl. 20.00
Vinna Valskonur alla titlana á árinu? | Undanúrslitin hefjast í kvöld
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn



Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
