iPhone 5 kemur í búðir í dag - Þjóðverji segir símann betri en kynlíf 21. september 2012 12:58 Þessi mynd var tekin fyrir utan Apple-búðina í Munchen í Þýskalandi í morgun. mynd/afp Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar. Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar.
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira