iPhone 5 kemur í búðir í dag - Þjóðverji segir símann betri en kynlíf 21. september 2012 12:58 Þessi mynd var tekin fyrir utan Apple-búðina í Munchen í Þýskalandi í morgun. mynd/afp Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar. Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar.
Tækni Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira