Í pínulítilli útrás með Rollersigns Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 13:00 Skiltin eru þegar komin upp á ýmsum stöðum hérlendis. Á meðal þeirra aðila sem nýta þau til auglýsinga er Smárabíó í Smáralindinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. Rúlluskiltin, eða Rollersigns á ensku, er samsett vara. Um er að ræða hólk sem passar ofan á nánast allar hefðbundnar beltastoðir sem notaðar eru til að stýra umferð og afmarka svæði og eru til dæmis mjög mikið notaðar í brottfararsölum flugvalla. Fyrir þremur árum fékk Bretinn Robert Lewis þá hugmynd að það væru vannýtt tækifæri til að koma á framfæri skilaboðum eða auglýsingum á slíkum beltastoðum. Hann framleiddi því hólk með ákveðnum festingum, kom auglýsingaborða fyrir innan í honum og festi á stoðirnar. Borðinn var síðan dreginn niður eins og rúllugardína. Jón H. Karlsson, sölustjóri Margmiðlunar, segir forsögu þess að fyrirtækið hóf viðskiptasamband við Lewis vera þá að Karl Heimir Karlsson, sem er eigandi Margmiðlunar ásamt Lárusi Guðmundssyni, sá hann í breskum þætti sem heitir „Dragon's Den". „Í þáttinn koma menn og kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir margmilljónerum og reyndum viðskiptamönnum sem sitja þar í panel og reyna að tala fyrir sinni hugmynd. Robert Lewis kynnti þar sína hugmynd og fékk ágætis viðtökur. Eftir þáttinn gat hann farið af stað með fyrirtæki til að markaðssetja hugmyndina á heimsvísu. Við hjá Margmiðlun settum okkar í samband við hann og fengum dreifingarréttinn fyrir Ísland." Að sögn Jóns hefur varan fengið hreint ágætar viðtökur. „Það eru til dæmis komnar upp auglýsingar í Smárabíói. Flugfélag Íslands er búið að kaupa hólka frá okkur til að hafa á ellefu af áfangastöðum sínum. Kaffitár er búið að koma sér upp afmörkun kaffiteríunnar í fríhöfninni í Keflavík. Munnharpan fékk afhent skilti í síðustu viku. Við verðum með skilti sem aðalstuðningsaðili golfklúbbs Reykjavíkur ætlar að setja upp á planinu hjá klúbbnum til að bjóða félagsmenn velkomna. Við höfum því fengið hreint ágætar viðtökur." Síðar bað Lewis Margmiðlun um að hjálpa sér með ákveðin landssvæði vegna þess að hann annaði ekki eftirspurn. Í kjölfarið fékk fyrirtækið dreifingarrétt fyrir Norðurlönd og baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen. Þegar hefur verið gengið frá samningum við sænska fyrirtækið Vällingby Dekal Konsept um að gerast endursöluaðili fyrir Rollersigns í Svíþjóð. Jón segir fyrirtækið nú vinna að því að finna endurseljendur í öðrum löndum. „Við höfum þegar afgreitt fyrstu pöntun til Svíþjóðar, erum komnir í gang í Danmörku og Noregi og komnir í ákveðin tengsl í Finnlandi. Við eigum enn eftir að ná góðum tengslum í baltnesku ríkjunum. En þetta er eins og fíll. Þú étur hann ekki í heilu lagi. Það má segja að við séum komnir í pínulitla útrás." Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. Rúlluskiltin, eða Rollersigns á ensku, er samsett vara. Um er að ræða hólk sem passar ofan á nánast allar hefðbundnar beltastoðir sem notaðar eru til að stýra umferð og afmarka svæði og eru til dæmis mjög mikið notaðar í brottfararsölum flugvalla. Fyrir þremur árum fékk Bretinn Robert Lewis þá hugmynd að það væru vannýtt tækifæri til að koma á framfæri skilaboðum eða auglýsingum á slíkum beltastoðum. Hann framleiddi því hólk með ákveðnum festingum, kom auglýsingaborða fyrir innan í honum og festi á stoðirnar. Borðinn var síðan dreginn niður eins og rúllugardína. Jón H. Karlsson, sölustjóri Margmiðlunar, segir forsögu þess að fyrirtækið hóf viðskiptasamband við Lewis vera þá að Karl Heimir Karlsson, sem er eigandi Margmiðlunar ásamt Lárusi Guðmundssyni, sá hann í breskum þætti sem heitir „Dragon's Den". „Í þáttinn koma menn og kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir margmilljónerum og reyndum viðskiptamönnum sem sitja þar í panel og reyna að tala fyrir sinni hugmynd. Robert Lewis kynnti þar sína hugmynd og fékk ágætis viðtökur. Eftir þáttinn gat hann farið af stað með fyrirtæki til að markaðssetja hugmyndina á heimsvísu. Við hjá Margmiðlun settum okkar í samband við hann og fengum dreifingarréttinn fyrir Ísland." Að sögn Jóns hefur varan fengið hreint ágætar viðtökur. „Það eru til dæmis komnar upp auglýsingar í Smárabíói. Flugfélag Íslands er búið að kaupa hólka frá okkur til að hafa á ellefu af áfangastöðum sínum. Kaffitár er búið að koma sér upp afmörkun kaffiteríunnar í fríhöfninni í Keflavík. Munnharpan fékk afhent skilti í síðustu viku. Við verðum með skilti sem aðalstuðningsaðili golfklúbbs Reykjavíkur ætlar að setja upp á planinu hjá klúbbnum til að bjóða félagsmenn velkomna. Við höfum því fengið hreint ágætar viðtökur." Síðar bað Lewis Margmiðlun um að hjálpa sér með ákveðin landssvæði vegna þess að hann annaði ekki eftirspurn. Í kjölfarið fékk fyrirtækið dreifingarrétt fyrir Norðurlönd og baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen. Þegar hefur verið gengið frá samningum við sænska fyrirtækið Vällingby Dekal Konsept um að gerast endursöluaðili fyrir Rollersigns í Svíþjóð. Jón segir fyrirtækið nú vinna að því að finna endurseljendur í öðrum löndum. „Við höfum þegar afgreitt fyrstu pöntun til Svíþjóðar, erum komnir í gang í Danmörku og Noregi og komnir í ákveðin tengsl í Finnlandi. Við eigum enn eftir að ná góðum tengslum í baltnesku ríkjunum. En þetta er eins og fíll. Þú étur hann ekki í heilu lagi. Það má segja að við séum komnir í pínulitla útrás."
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira