Í pínulítilli útrás með Rollersigns Þórður Snær Júlíusson skrifar 4. júlí 2012 13:00 Skiltin eru þegar komin upp á ýmsum stöðum hérlendis. Á meðal þeirra aðila sem nýta þau til auglýsinga er Smárabíó í Smáralindinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. Rúlluskiltin, eða Rollersigns á ensku, er samsett vara. Um er að ræða hólk sem passar ofan á nánast allar hefðbundnar beltastoðir sem notaðar eru til að stýra umferð og afmarka svæði og eru til dæmis mjög mikið notaðar í brottfararsölum flugvalla. Fyrir þremur árum fékk Bretinn Robert Lewis þá hugmynd að það væru vannýtt tækifæri til að koma á framfæri skilaboðum eða auglýsingum á slíkum beltastoðum. Hann framleiddi því hólk með ákveðnum festingum, kom auglýsingaborða fyrir innan í honum og festi á stoðirnar. Borðinn var síðan dreginn niður eins og rúllugardína. Jón H. Karlsson, sölustjóri Margmiðlunar, segir forsögu þess að fyrirtækið hóf viðskiptasamband við Lewis vera þá að Karl Heimir Karlsson, sem er eigandi Margmiðlunar ásamt Lárusi Guðmundssyni, sá hann í breskum þætti sem heitir „Dragon's Den". „Í þáttinn koma menn og kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir margmilljónerum og reyndum viðskiptamönnum sem sitja þar í panel og reyna að tala fyrir sinni hugmynd. Robert Lewis kynnti þar sína hugmynd og fékk ágætis viðtökur. Eftir þáttinn gat hann farið af stað með fyrirtæki til að markaðssetja hugmyndina á heimsvísu. Við hjá Margmiðlun settum okkar í samband við hann og fengum dreifingarréttinn fyrir Ísland." Að sögn Jóns hefur varan fengið hreint ágætar viðtökur. „Það eru til dæmis komnar upp auglýsingar í Smárabíói. Flugfélag Íslands er búið að kaupa hólka frá okkur til að hafa á ellefu af áfangastöðum sínum. Kaffitár er búið að koma sér upp afmörkun kaffiteríunnar í fríhöfninni í Keflavík. Munnharpan fékk afhent skilti í síðustu viku. Við verðum með skilti sem aðalstuðningsaðili golfklúbbs Reykjavíkur ætlar að setja upp á planinu hjá klúbbnum til að bjóða félagsmenn velkomna. Við höfum því fengið hreint ágætar viðtökur." Síðar bað Lewis Margmiðlun um að hjálpa sér með ákveðin landssvæði vegna þess að hann annaði ekki eftirspurn. Í kjölfarið fékk fyrirtækið dreifingarrétt fyrir Norðurlönd og baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen. Þegar hefur verið gengið frá samningum við sænska fyrirtækið Vällingby Dekal Konsept um að gerast endursöluaðili fyrir Rollersigns í Svíþjóð. Jón segir fyrirtækið nú vinna að því að finna endurseljendur í öðrum löndum. „Við höfum þegar afgreitt fyrstu pöntun til Svíþjóðar, erum komnir í gang í Danmörku og Noregi og komnir í ákveðin tengsl í Finnlandi. Við eigum enn eftir að ná góðum tengslum í baltnesku ríkjunum. En þetta er eins og fíll. Þú étur hann ekki í heilu lagi. Það má segja að við séum komnir í pínulitla útrás." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki, Margmiðlun ehf., hefur fengið dreifingarrétt fyrir svokölluð rúlluskilti á Norðurlöndunum, baltneskju ríkjunum þremur auk Íslands. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir það vera í pínulítilli útrás. Rúlluskiltin, eða Rollersigns á ensku, er samsett vara. Um er að ræða hólk sem passar ofan á nánast allar hefðbundnar beltastoðir sem notaðar eru til að stýra umferð og afmarka svæði og eru til dæmis mjög mikið notaðar í brottfararsölum flugvalla. Fyrir þremur árum fékk Bretinn Robert Lewis þá hugmynd að það væru vannýtt tækifæri til að koma á framfæri skilaboðum eða auglýsingum á slíkum beltastoðum. Hann framleiddi því hólk með ákveðnum festingum, kom auglýsingaborða fyrir innan í honum og festi á stoðirnar. Borðinn var síðan dreginn niður eins og rúllugardína. Jón H. Karlsson, sölustjóri Margmiðlunar, segir forsögu þess að fyrirtækið hóf viðskiptasamband við Lewis vera þá að Karl Heimir Karlsson, sem er eigandi Margmiðlunar ásamt Lárusi Guðmundssyni, sá hann í breskum þætti sem heitir „Dragon's Den". „Í þáttinn koma menn og kynna viðskiptahugmyndir sínar fyrir margmilljónerum og reyndum viðskiptamönnum sem sitja þar í panel og reyna að tala fyrir sinni hugmynd. Robert Lewis kynnti þar sína hugmynd og fékk ágætis viðtökur. Eftir þáttinn gat hann farið af stað með fyrirtæki til að markaðssetja hugmyndina á heimsvísu. Við hjá Margmiðlun settum okkar í samband við hann og fengum dreifingarréttinn fyrir Ísland." Að sögn Jóns hefur varan fengið hreint ágætar viðtökur. „Það eru til dæmis komnar upp auglýsingar í Smárabíói. Flugfélag Íslands er búið að kaupa hólka frá okkur til að hafa á ellefu af áfangastöðum sínum. Kaffitár er búið að koma sér upp afmörkun kaffiteríunnar í fríhöfninni í Keflavík. Munnharpan fékk afhent skilti í síðustu viku. Við verðum með skilti sem aðalstuðningsaðili golfklúbbs Reykjavíkur ætlar að setja upp á planinu hjá klúbbnum til að bjóða félagsmenn velkomna. Við höfum því fengið hreint ágætar viðtökur." Síðar bað Lewis Margmiðlun um að hjálpa sér með ákveðin landssvæði vegna þess að hann annaði ekki eftirspurn. Í kjölfarið fékk fyrirtækið dreifingarrétt fyrir Norðurlönd og baltnesku ríkin Eistland, Lettland og Litháen. Þegar hefur verið gengið frá samningum við sænska fyrirtækið Vällingby Dekal Konsept um að gerast endursöluaðili fyrir Rollersigns í Svíþjóð. Jón segir fyrirtækið nú vinna að því að finna endurseljendur í öðrum löndum. „Við höfum þegar afgreitt fyrstu pöntun til Svíþjóðar, erum komnir í gang í Danmörku og Noregi og komnir í ákveðin tengsl í Finnlandi. Við eigum enn eftir að ná góðum tengslum í baltnesku ríkjunum. En þetta er eins og fíll. Þú étur hann ekki í heilu lagi. Það má segja að við séum komnir í pínulitla útrás."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira