Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu Magnús Halldórsson skrifar 5. október 2012 13:43 Lárs Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum." Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum."
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent