Los Angeles Lakers og Dwight Howard, leikmaður Orlando í NBA deildinni í körfubolta, hafa samþykkt samning um félagaskipti leikmannsins til L.A Lakers. Frá þessu greina ESPN og The Los Angeles Times.
Howard skoraði 20,6 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með Orlando og tók 14,5 fráköst.
Blaðamannafundur hefur verið boðaður í dag og er gert ráð að tilkynnt verði um félagaskipti átta leikmanna þar sem fjögur félög koma við sögu, þar á meðal Denver og Philadelphia.
Talið er að Philadelphia fái Andrew Bynum frá L.A Lakers og Jason Richardson frá Orlando. Denver er sagt fá Andre Iguodala frá Philadelphia. Að sama skapi greina fjölmiðlar vestanhafs frá því að Orlando fái Arron Afflalo og Al Harrington frá Denver. Auk þess er talið að Nikola Vucevic og Moe Harkless gangi til liðs við Orlando frá Philadelphia.
Dwight Howard í LA Lakers
Ásgeir Erlendsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
