Neyðarúrræði að sækja um yfirdráttarlán 5. september 2012 04:30 Skuldar Heilbrigðisstofnun Austurlands er 113 milljónir í mínus. Vinna þarf á uppsöfnuðum halla Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og velferðarráðuneytinu ber að sjá til þess að stofnunin fjármagni ekki rekstur sinn með yfirdráttarlánum enda er slíkt ekki heimilt. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér um HSA í gær. Fram kemur í skýrslunni að uppsafnaður halli HSA sé 113 milljónir króna og skammtímaskuldir 163 milljónir, þar af sé yfirdráttur á bankareikningum 82 milljónir króna. „Við sjáum verulega eftir þeim fjármunum sem fara í vaxtagjöld,“ segir Þórhallur Harðarson, starfandi forstjóri HSA, sem útskýrir að það hafi hins vegar reynst nauðsynlegt að taka yfirdráttarlán til að halda rekstrinum gangandi, borga reikninga og tryggja aðföng, þegar í ljós kom að fjárframlög ríkisins hefðu ekki nema rétt dugað fyrir launum. „Í þvinguðum leik þá var það neyðarúrræði hjá okkur að sækja um yfirdrátt,“ segir hann. Þórhallur segir árið í fyrra hafa verið mjög erfitt og mestur hallinn á rekstrinum sé til kominn á því ári. Margir samverkandi þættir hafi gert það að verkum að reksturinn hafi farið fram úr fjárheimildum. Hann nefnir til dæmis nýja kjarasamninga, sem hafi verið bættir mjög seint á árinu og að þeirra mati ekki að fullu, verr hafi gengið að draga saman starfsemina en vonast var til og ofan í það hafi komið til ófyrirséður kostnaður. Þá bendir Þórhallur enn fremur á að til hafi staðið að velferðarráðuneytið hefði milligöngu um það að fjármálaráðuneytið hjálpaði HSA út úr lausafjárvandræðunum svo að stofnunin gæti greitt niður skuldir sínar. „En það hefur enn ekki gengið eftir,“ segir hann. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þær ellefu heilbrigðisstofnanir sem skoðaðar voru hafi lítið sem ekkert fjárhagslegt svigrúm til að bregðast við óvæntum atburðum. Einungis fimm þeirra hafi verið með jákvæðan höfuðstól um áramót – í öllum tilfellum óverulegan. Þá hafi fjórar af stofnununum ellefu þurft að grípa til þess ráðs að taka yfirdráttarlán í banka til að standa straum af rekstri sínum. Ríkisendurskoðun beinir ábendingum til velferðarráðherra í skýrslu sinni og hvetur hann til að efla eftirlit með framkvæmd fjárlaga og tryggja að stofnanir fjármagni sig ekki með yfirdrætti. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Vinna þarf á uppsöfnuðum halla Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) og velferðarráðuneytinu ber að sjá til þess að stofnunin fjármagni ekki rekstur sinn með yfirdráttarlánum enda er slíkt ekki heimilt. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér um HSA í gær. Fram kemur í skýrslunni að uppsafnaður halli HSA sé 113 milljónir króna og skammtímaskuldir 163 milljónir, þar af sé yfirdráttur á bankareikningum 82 milljónir króna. „Við sjáum verulega eftir þeim fjármunum sem fara í vaxtagjöld,“ segir Þórhallur Harðarson, starfandi forstjóri HSA, sem útskýrir að það hafi hins vegar reynst nauðsynlegt að taka yfirdráttarlán til að halda rekstrinum gangandi, borga reikninga og tryggja aðföng, þegar í ljós kom að fjárframlög ríkisins hefðu ekki nema rétt dugað fyrir launum. „Í þvinguðum leik þá var það neyðarúrræði hjá okkur að sækja um yfirdrátt,“ segir hann. Þórhallur segir árið í fyrra hafa verið mjög erfitt og mestur hallinn á rekstrinum sé til kominn á því ári. Margir samverkandi þættir hafi gert það að verkum að reksturinn hafi farið fram úr fjárheimildum. Hann nefnir til dæmis nýja kjarasamninga, sem hafi verið bættir mjög seint á árinu og að þeirra mati ekki að fullu, verr hafi gengið að draga saman starfsemina en vonast var til og ofan í það hafi komið til ófyrirséður kostnaður. Þá bendir Þórhallur enn fremur á að til hafi staðið að velferðarráðuneytið hefði milligöngu um það að fjármálaráðuneytið hjálpaði HSA út úr lausafjárvandræðunum svo að stofnunin gæti greitt niður skuldir sínar. „En það hefur enn ekki gengið eftir,“ segir hann. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þær ellefu heilbrigðisstofnanir sem skoðaðar voru hafi lítið sem ekkert fjárhagslegt svigrúm til að bregðast við óvæntum atburðum. Einungis fimm þeirra hafi verið með jákvæðan höfuðstól um áramót – í öllum tilfellum óverulegan. Þá hafi fjórar af stofnununum ellefu þurft að grípa til þess ráðs að taka yfirdráttarlán í banka til að standa straum af rekstri sínum. Ríkisendurskoðun beinir ábendingum til velferðarráðherra í skýrslu sinni og hvetur hann til að efla eftirlit með framkvæmd fjárlaga og tryggja að stofnanir fjármagni sig ekki með yfirdrætti. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra vegna málsins í gær. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent