Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2012 00:44 Shaq og Kobe Bryant mynduðu svakalegt teymi hjá Lakers þrátt fyrir að vera sjaldnast skoðanabræður. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987. NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987.
NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00